Það bar við er skipverjar komu á vakt einn daginn að undirstaða undir pall þann er menn standa á við hausara var við það að gefa sig. Vildi enginn kannast við að hafa sett svo mikinn þunga á pallinn að hann myndi bresta. Þeir eru þónokkrir sem að þessum hausara koma en allir sverja þeir og sárt við leggja að þetta hafi ekki gerst á þeirra vakt. Þó voru merki um að bók sem gefur heilræði um lækkun kólesteróls hafi verið notuð til að halda undir…..
Undirstaðan hefur nú verið löguð og styrkt til að þola ansi mikið álag…og þunga menn!
Júllinn vinnur í málinu og mun rannsaka þetta gaumgæfilega….
Ekki var það ingi hann er orðin svo léttur kalinn.