12. December 2011

Stutt stopp á Akureyri…

  • by fg
  • 13 Years ago
  • 0

Júlíus Geirmundsson ÍS þurfti að renna að bryggju á Akureyri sl. sunnudag vegna bilunar. Varahlutir voru sendir með flugi frá Reykjavík og það passaði að þegar “springnum” var kastað í land, lenti flugvélin á Akureyrarflugvelli með varahlutina, en flugi hafði verið frestað vegna veðurs fyrr um daginn. Þetta voru þenslumúffur en þær gömlu voru úr sér gengnar, enda þjónað skipinu frá því það var nýtt.

Skipið stoppaði í nokkrar klst meðan skipt var um múffurnar, og notuðu skipverjar tímann til að kíkja í land og heilsa uppá ástvini og kunningja meðal annars. Ljósmyndari Júllans var á staðnum að sjálfsögðu og tók nokkrar myndir.

 

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *