Þegar blm Júllans var á bryggjurölti á Ísafirði í dag sá hann að Þór HF 4 lá við bryggju. Blm ákvað að kíkja um borð og þá kom í ljós að þeir höfðu fengið í skrúfuna og verið dregnir í land af Baldvini Njálssyni GK. Komu þeir til hafnar á Ísafirði í morgun og strax var hafist handa við að ná úr skrúfunni. Ljóst þykir að það taki einhvern tíma og á meðan skoða skipverjar Ísafjörð og njóta veðurblíðunnar hér….eða þannig!
Þessar myndir voru teknar í dag