Það er ekki ofsögum sagt af tískunni hér um borð. Eins og myndin sýnir eru menn oftar en ekki samstíga í útliti hvað varðar vinnufatnað. Þessar tískulöggur, Haukur, Stinni, Ninni og Ómar stilltu sér upp fyrir ljósmyndara Júllans og er að sjá að þarna fara vön módel.
Aðspurðir hafa þeir áhuga á að komast áfram í módelbransanum og þykir furðulegt að erlenda auglýsingastofan sem sér um auglýsingarnar fyrir Dressmann sé ekki löngu búin að hafa samband. “En það er þá bara þeirra tap” sögðu tískulöggurnar og héldu áfram að pósa….
Djöfull eru þeir flottir félagarnir. Spurning um að skilyrða alla vaktina að ganga í eins buxum..?