Talið er að stýribúnaður af flugskeyti hafi komið í veiðarfæri togarans Júlíusar Geirmundssonar út af Vestfjörðum. Togarinn var að veiðum á laugardag þegar áhöfnin innbyrti torkennilegan hlut sem talið var að gæti verið sprengja.
Togarinn hefur verið við bryggju síðan þá en Landhelgisgæslan var ekki látin vita af þessu fyrr en í morgun. Menn frá sprengjudeildinni eru ókomnir vestur en von var á þeim þangað á fimmta tímanum. Ekki er því vitað með fullri vissu hvort sprengiefni sé í þessum hlut.