Er blaðamaður átti leið um skipið í kvöld, brá honum heldur betur í brún, því ekki kannaðist hann strax við mann nokkurn er var að rjátla í stakkageymslunni. Þessi maður bar mikinn túrban og hélt blaðamaður að hér stæði yfir alþjóðleg heimsókn frá Tyrklandi eða einhverju austantjaldslandinu. Nei..ekki aldeilis…þegar betur var að gáð var þetta enginn annar en Ingibjartur mats og baadermaður sem var að vernda höfuð sitt eftir rakstur fyrr um kvöldið….eða kannski var hann með miklar öryggisráðstafanir , þar sem skylt er að bera hárnet í vinnslu. Við birtum hér myndir af “tyrkjanum”