Gutti gælir átti afmæli 4 febrúar sl. Er skemmst frá því að segja að enginn mundi eftir afmælinu hans og varð Gutti afar sár svo ekki sé meira sagt. Tóku menn eftir því að hann varð mjög niðurlútur og sagði fátt, það litla sem kom uppúr honum var meira að segja satt!.
Loks opnaði hann sig daginn eftir og tilkynnti þar sem enginn hefði munað eftir afmælinu sínu væru allir komnir á dauðalistann hjá honum. Uppfrá því hafa menn gert sér far um að geðjast Guttanum til að losna af þessum lista, og meira að segja kokkurinn tók sig til og gerði Dísudraum sem er uppáhald Gutta. Var kokkurinn snarlega tekinn af listanum.
Eru nú allir að vinna í því að geðjast Gutta, því enginn vill vera þess vafasama heiðurs aðnjótandi að vera á dauðalistanum hans!