Þriðjungur aflaheimilda á Íslandsmiðum er í höndum fimm útgerða í upphafi nýs fiskveiðiárs og tíu fyrirtæki ráða yfir helmingi kvótans.Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum. Litlar breytingar eru á hlut stærstu útgerðanna í heildarkvótanum frá fyrra ári. HB Grandi er áfram langstærsti kvótahafinn með 9,83, en næsta á eftir koma Brim hf. með 6,87% og Samherji með 6,07%.
VB.is : Fimm útgerðir með 33% heildarkvótans
