• Homepage
  • >
  • Fréttir
  • >
  • vb.is: Rússneskt hafrannsóknaskip tekið með ólöglegan afla!

vb.is: Rússneskt hafrannsóknaskip tekið með ólöglegan afla!

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 0

Rússneskir landamæraverðir, sem voru á æfingu í Barentshafi fyrir nokkrum vikum síðan, komust á snoður um afar sérstæðan veiðiþjófnað.Á æfingunni fóru þeir framhjá rússneska hafrannsóknaskipinu Heidi. Vakti það grunsemdir þeirra að menn úr áhöfninni voru að fleygja sekkjum fyrir borð.Við nánari eftirgrennslan og nákvæma leit í skipinu fundu landamæraverðirnir 170 kíló af kóngakrabba, stærstur hlutinn kvendýrið og ungir krabbar, þ.e. krabbar sem menn helst vilja friða. Þessi fengur var gerður upptækur sem ólöglegur afli.

Heidi er í eigu rússnesku hafrannsóknastofnunarinnar PINRO. Vísindamenn frá þessari sömu stofnun lögðu einmitt nýlega til að veiðar á kóngakrabba í Barentshafi yrðu bannaðar það sem eftir lifði ársins. Sérstaklega er tekið fram í tillögunni að mikilvægast sé að hlífa kvendýrinu og ungviðinu til að varðveita krabbastofninn.

Norska sjónvarpið segir frá þessu í frétt og vitnar í rússneska blaðið Komsomolskaja Pravda.

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *