21. December 2010

VB.is : Vilhelm fiskaði fyrir 3,3 milljarða!

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 0

Vilhelm Þorsteinsson EA, uppsjávarskip Samherja, eru búinn að veiða 50.000 tonn á þessu ári að verðmæti 3,3 milljarðar króna. Þetta er sannarlega Íslandsmet í aflaverðmæti.

Skipið kom heim til Akureyrar í gær með 570-580 tonn af síldarflökum, en síldin var veidd í norskri lögsögu. Það tók einungis fjóra sólarhringa að veiða, frysta og flaka þau 1.200-1.300 tonn af síld sem þurfti til að fylla skipið, að því er fram kemur í frétt í Morgunblaðinu í dag.

Því má bæta við að Vilhelm Þorsteinsson EA hefur jafnan skilað mestu aflaverðmæti íslenskra skipa á undanförnum árum. Í fyrra fiskaði skipið fyrir tæpa 2,8 milljarða. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt fiskar fyrir þrjá milljarða króna eða meira.

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *