30. November 2010
  • Homepage
  • >
  • Fréttir
  • >
  • Vísir – Aflaverðmætið jókst um 14 milljarða fyrstu 8 mánuði ársins

Vísir – Aflaverðmætið jókst um 14 milljarða fyrstu 8 mánuði ársins

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 0

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 91 milljarði króna á fyrstu átta mánuðum ársins 2010 samanborið við tæpa 77 milljarða á sama tímabili 2009. Aflaverðmæti hefur því aukist um 14 milljarða eða 18,2% á milli ára.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þsr segir að aflaverðmæti botnfisks var í lok ágúst orðið 64 milljarðar og jókst um 21,5% frá sama tíma í fyrra þegar aflaverðmætið nam 53 milljörðum.

Verðmæti þorskafla var um 30 milljarðar og jókst um 28,1% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam 11 milljörðum og jókst um 5,3%.

Verðmæti karfaaflans nam 7,6 milljörðum, sem er 24,7% aukning frá árinu 2009. Verðmæti ufsaaflans jókst um 31,6% milli ára og nam 5,6 milljörðum á fyrstu átta mánuðum ársins 2010.

Verðmæti flatfiskafla nam tæpum 7 milljörðum króna í janúar til ágúst 2010, sem er 3,1% samdráttur frá fyrra ári. Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um 15,1% milli ára og nam 17,7 milljörðum.

Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 36 milljörðum króna og jókst um 23% frá árinu 2009. Aflaverðmæti sjófrystingar voru tæpir 33,3 milljarðar, sem er 26,7% aukning milli ára. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands jókst um 39,6% milli ára og var um 13,4 milljarðar.

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *