23. December 2010
  • Homepage
  • >
  • Fréttir
  • >
  • Vísir – Allar líkur á töluverðum viðbótarkvóta í þorski

Vísir – Allar líkur á töluverðum viðbótarkvóta í þorski

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 0

Allar líkur eru á að töluverðum viðbótarkvóta í þorski verði úthlutað á yfirstandandi fiskveiðaári.

Samkvæmt upplýsingum úr landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu mun úthlutun á viðbótarkvótanum ekki gerast í bráð, að minnsta kosti ekki fyrr en á nýju ári.

Starfshópur vinnur nú að endurskoðun á fiskveiðistefnunni og þar með huganlegum breytingum á aflareglunni, það er hve mikið megi veiða úr mældum stofni. Fyrr en að þeirri vinnu líkur muni ekki verða gefinn út aukinn kvóti.

Stóra spurningin er hvort viðbótarkvótinn sem ráðherra úthlutar verði leigður út eftir uppboð eða úthlutað í samræmi við núverandi hlutdeild í heildarkvótanum.

Eins og fram hefur komið í fréttum liggur fyrir ríkisstjórn tillaga frá Jóni Bjarnasyni landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra um viðbótarkvóta í þorski sem yrði leigður út. Ekki er samstaða innan ríkisstjórnarinnar um málið.

Sú kvótaaukning sem nú er verið að athuga er töluvert meiri í tonnum talið en fyrrgreind tillaga og mun sennilega nema tugum þúsunda tonna.

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *