Sjómenn óttast að mikil makrílganga á Íslandsmið í sumar hafi breytt Norsk- íslensku síldargöngunni þannig að síldin sé að hopa frá landinu undan makrílnum.
Fjölveiðiskipin, sem eru að veiða úr Norsk-íslenska síldarstofninum eru nú um 150 sjómílur norður af Lagnanesi í þokkalegri veiði, en síldin finnst ekki annarsstaðar þrátt fyrir talsverða leit á ýmsulm hefðbundnum veiðislóðum á þessum árstíma.
Að sögn sjómanna virðist hún haga sér allt örðuvísi en undanfarin ár og velta þeir því fyrir sér hvort makríllinn eigi sök á því. Hörð samkeppni um átu geti hugsanlega verið skýringin á því. Mun minna hefur veiðst af Norsk- íslenska síldarkvótanum í, ár en reiknað var með að yrði, um þetta leiti.
Það kann því að hafa komið sídinni eitthvað til góða að yfir hundrað þúsund tonn af makríl hafa veiðst hér við land í sumar, en það er hinsvegar í óþökk Evrópusambandsins, sem viðurkennir ekki að Íslendingar megi veiða makríl á Íslandsmiðum.
Klukkan ellefu í morgun hófst í Reykjavík fundur með fulltrúuum ESB og Íslands um málið, til undirbúnings fyrir fund statrandríkjanna fjögurra, þar sem makríllinn fer um, en það eru Ísland, Noregur, Færeyjar og Atlantshafsstrendur Evrópusambandsins. Sá fundur hefst í London 12. október.