13. September 2010
  • Homepage
  • >
  • Fréttir
  • >
  • Vísir – Nýsköpunarsjóður selur eignarhluti sína í Sjávarleðri

Vísir – Nýsköpunarsjóður selur eignarhluti sína í Sjávarleðri

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 0

Frá undirritun samnings

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og hið nýstofnaða hlutafélag Roðskinn ehf. tilkynntu í dag samkomulag um kaup Roðskinns á öllum eignarhlutum sjóðsins í Sjávarleðri hf. á Sauðárkróki, tæplega 50%. Í tilkynningu frá sjóðnum segir að Roðskinn sé í eigu sömu aðila og Norðurströnd ehf. á Dalvík, en Norðurströnd átti fyrir rúmlega 30% í félaginu.

Sjávarleður var stofnað á árinu 1994 um þróun á leðri unnu úr fiskroði. Sjóðurinn gerðist hluthafi á árinu 2000 og hefur verið einn af stærstu hluthöfum og bakhjörlum félagsins síðan þá. „Sjávarleður hefur þróað og sérhæft sig í framleiðslu hágæða leðurs úr mismunandi fisktegundum,” segir meðal annars í tilkynningunni. Hjá Sjávarleðri og tengdum félögum starfa um 17 starfsmenn.

Guðmundur St. Jónsson, framkvæmdastjóri Norðurstrandar og Roðskinns segir að Norðurströnd hafi átt gott samstarf með Nýsköpunarsjóði undanfarin ár við uppbyggingu Sjávarleðurs og dótturfélaga þess. „Það er ásetningur okkar að halda áfram að byggja ofan á það góða starf sem þar hefur verið unnið. Við þökkum sjóðnum fyrir árangursríkt og gott samstarf.”

Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins segir að sjóðurinn hafi verið virkur þáttakandi í starfi Sjávarleðurs og að félagið hafi nú náð góðum þroska og standi vel. „Nýsköpunarsjóður fagnar því að nú vilji aðrir taka við keflinu og vart er hægt að hugsa sér betri arftaka en Roðskinn. Sjóðurinn vill þakka hluthöfum Sjávarleðurs, stjórn og starfsmönnum félagsins ánægjulegt og farsælt samstarf og óskar þeim alls hins besta.”

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *