Einskonar gamlársdagur er í íslenskum sjáavrútvegi í dag, því nú er síðasti dagur kvótaársins og nýtt kvótaár gengur í garð á miðnætti með nýjum aflaheimildum, eða kvótum.
Fá skip eru á sjó í dag, enda mörg búin með kvóta sína á líðandi fiskveiðiári. Flestir kvótar eru umþaðbil fullnýttir á þessu fiskveiðiári, nema hvað eitthvað kann að vera eftir af ýsukvótanum.
Í reglugerð Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um leyfilegan afla á næsta fiskveiðiári kemur fram að kvóti verður skertur í níu tegundum, aukinn í fjórum og stendur stað í tveimur tegundum.