5. November 2010

Vísir – Slökkti á Ísafirði í eina mínútu

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 0

mynd: fg

Það slokknaði á Ísafirði í eina mínútu á slaginu sjö í kvöld. Ástæðan var átak sem Guðjón Þorsteinsson stóð fyrir til að mótmæla ástandinu í þjóðfélaginu.

Í stað þess að vera með hávær mótmæli ákvað hann að sýna afstöðu sína með því að slökkva ljósin. Guðjón sagði í samtali við Reykjavík síðdegis, áður en mótmælin hófust, að uppátækið hefði fengið mikla athygli. Fólk hvaðanæva að af landinu hafi sýnt því áhuga. Þá hafi hann líka fengið viðbrögð erlendis frá.

Guðjón sagði að nóg væri ef mótmælin stæðu yfir í eina mínútu. Þau þyrftu ekki að vera lengri. „Þá erum við farin að sýnast,” sagði Guðjón. Tilganginum væri náð ef það næðist samstaða um mótmælin.

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *