Björgunarsveitir á Snæfellsnesi voru kallaðar út í kvöld vegna 7 brúttótonna skemmtibáts sem var vélarvana um 2-3 sjómílur norðvestur af Ögri.
Björgunarsveitir eru á leið á staðinn með hraðfiskibáti frá Stykkishólmi sem hefur afl til að draga hinn bilaða bát til hafnar. Búist er við skipunum í land innan klukkustundar. Ágætt veður er á svæðinu og ekki talin mikil hætta á ferðum.
Fyrr í kvöld var Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík kölluð út vegna vélarvana báts rétt utan við höfnina.
Bátinn rak hratt að landi og og mátti engu muna að hann færi í klappirnar fyrir utan innsiglinguna. En rétt áður en það gerðist hrökk hann í gang og náði skipstjórinn að sigla honum fyrir eigin vélarafli inn í höfnina.