22. February 2012

“Vona bara að enginn frétti af mér hér um borð”

  • by fg
  • 13 Years ago
  • Comments Off

Um borð í þessari veiðiferð er maður nokkur Magnús Jónsson að nafni. Í samtali við Júllann, vildi hann ekki láta nafns síns getið og  ekki heldur fyrir nokkurn mun að  alþjóð, þó sérstaklega Ísfirðingar, viti af sér hér um borð á frystiskipi. Aðspurður sagðist hann alltaf hafa kallað frystitogarasjómenn frystihúskellingar og ætlaði sko aldrei um borð í svoleiðis skip.. En svo bregðast krosstré sem önnur, það veit Maggi smiður, hér er hann kominn , í bláum slopp með hárnet og fínerí og fílar sig bara vel. “Já, ég lét mig hafa það, en eins og áður segir, vonandi fréttir enginn af mér hér”  sagði Maggi að lokum og fékk sér duglega í nefið, svo drundi í borðsalnum. Hann kom sér síðan fyrir í horninu sem Maggar virðast eiga…

 

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »